GG Lagnir ehf.

Fyrirtækið sér um almenna pípulagningaþjónustu hvort sem um er að ræða nýlagnir, viðhald, viðgerðir, snjóbræðslulagnir, skipta um dren og skólplagnir í eldra húsnæði eða fóðringar á skólplögnum.

Við höfum skipt um dren og skolplagnir í fjölmörgum húsum, hvort heldur sem er einbýli, fjölbýli eða í blokkum allt frá 1988, þannig að við búum yfir mikilli reynslu. Við höfum allann útbúnað, vörubíl með tveimur gámum, tvær gröfur tvo liðvagna einnig öflug loftpressa.

Heimafóðringar er skemmtileg nýung sem byrjað hefur verið með á fullum krafti. Nú þegar er búið að taka nokkur hús með mjög góðum árangri.

Tækin eru keypt frá Þýsklandi, um er að ræða filt og glertrefjasokka (rör). Núna getum við fóðrað frá einum stað í annann án þess að komast í báða enda lagnarinnar. Stærðirnar sem um er að ræða er frá 100mm til 300mm með þessari aðferð.

Einnig er önnur nýung sem er hlutafóðrun sem gerir okkur kleyft að loka eða laga göt í lögnum óháð staðsetningu. Hlutafóðringin er frá 1m til 2m í einu.

Nýlagnir

Tökum að okkur allt sem tengist nýlögnum. Notum og leggjum úr öllum nýjustu efnunum. Reynt er að fylgjast með öllum nýjungum meðal annars með því að starfsmenn sæki þau námskeið sem í boði eru.

Breytingar /Viðgerðir /Viðhald

Tökum að okkur allskyns breytingar, viðhald og viðgerðir hvort sem er fyrir einstklinga eða fyrirtæki. Enn fremur bjóðum við upp á viðhaldssamninga við húsfélög og fyrirtæki.

Snjóbræðslukerfi

Tökum að okkur allar gerðir og stærðir af snjóbræðslulögnum.

Ofnkranaskipti

Setjum upp sjálfvirka hitastýrða ofnkrana af öllum gerðum og einnig stýribúnað.

Nýtt líf í gamlar lagnir


GG lagnir ehf. blása bókstaflega nýju lífi í gamlar og hálfónýtar skólplagnir.

GG lagnir ehf. blása bókstaflega nýju lífi í gamlar og hálfónýtar skólplagnir. Í stað þess að grafa upp götur, gangstéttir og torg eða höggva upp gólf og veggi innanhúss er sérstökum fóðringum hreinlega blásið inn í gömlu og ónýtu lagnirnar og þær síðan hertar. Árangurinn er ný lögn sem er sterkari og endingarbetri en flestar þær lagnir sem lagðar voru fyrir 30 til 60 árum.

Algjör endurnýjun lagna

Hvarvetna um heiminn eru lagnir og grunnvirki að miklum hluta til orðin eldri en 30 til 60 ára, en það hefur að sjálfsögðu í för með sér hægfara tæringu og slit vegna aldursins eins. Auk þess virka aðrir þættir inn í þessa hægfara hrörnun kerfisins.

„Fráveitulagnir í mörgum borgum heimsins eru orðnar gamlar og þar af leiðandi lúnar og slitnar þó ekki sé nema vegna hreyfinga í jarðvegi og annars konar álags sem kemur með tímanum,“ segir Gísli Gunnlaugsson, eigandi GG lagna ehf.

Hann segir að þessu vandamáli fylgi ósjaldan mikil hætta á alls konar umhverfisspjöllum og að stíflur, leki og eyðilegging lagna geti hæglega valdið losun margvíslegra efna sem séu bæði óæskileg og hættuleg jafnt fyrir menn sem náttúruna.

„Þetta er svo sem ekkert nýtt vandamál og menn hafa þekkt til þess um áratuga skeið og reynt hefur verið að glíma við þetta um allan heim. Þessi vandi er því miður vaxandi og hann verður bara verri með hverju árinu sem líður ef ekkert er að gert,“ segir Gísli.

Vandinn er líka sá að kostnaðurinn við að gera við lagnir á hefðbundinn hátt fer líka vaxandi og segir Gísli það meðal annars vera orsökina fyrir því að leitað hefur verið nýrra aðferða á þessu sviði.

„Það gefur auga leið að uppgröftur og jarðrask til þess að skipta um lagnir er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Þess vegna hefur verið leitað nýrrar tækni til þess að leysa vandamálið á ódýrari og einfaldari hátt,“ segir Gísli.

Varanleg og áreiðanleg fóðrun

Í stað uppgraftar, jarðrasks og alls konar ónæðis af þeim sökum eru gamlar lagnir hreinlega fóðraðar að nýju innan frá og þannig eru búnar til nýjar lagnir inni í þeim gömlu án þess að þurfi að grafa eða höggva upp.

„Fóðrun gamalla lagna hefur reynst afar vel og er bæði fljótvirk og áreiðanleg. Hún er líka varanleg enda er nýja lögnin vottuð til 50 ára eins og hvert annað byggingarefni.“ Inpipe-kerfið, eins og fóðrunarkerfið sem GG lagnir nota heitir, er sænskt og hefur verið í notkun í meira en áratug. Gísli segir kerfið hafa sýnt og sannað að þetta sé góð lausn á vandamálunum og kerfið sé í notkun víða um heim þar sem verið er að endurnýja og gera við gamlar skólplagnir.

Fyrirtækið GG lagnir var stofnað árið 1988 og starfaði til að byrja með að venjulegum pípulagningum og viðgerðum á hefðbundinn hátt. Smám saman fór svo fyrirtækið að sérhæfa sig í fóðrun skólplagna og hefur á undanförnum árum starfað að endurnýjun skólplagna fyrir Orkuveituna í Borgarnesi og á Akranesi. Þar er um að ræða tímafrek og stórvirk verkefni.

„Við erum núna að fara út á einkamarkaðinn og getum boðið fóðrun lagna í húsum og byggingum með nýrri tækni. Þetta hefur verið dálítið erfitt fram til þessa, af því að tækin sem notuð eru við fóðrun stærri skólplagna eru fyrirferðarmikil og því oft erfitt að koma þeim við í húsagörðum og ef þarf að komast að lögnum í kjöllurum. Nú erum við hins vegar komin með ný tæki frá þýska fyrirtækinu IST sem eru sérhönnuð til slíkrar vinnu og þeim má koma við svo að segja alls staðar og þau henta einkar vel til endurnýjunar í híbýlum og vinnuhúsnæði,“ segir Gísli.

Nýverið hafa GG lagnir endurnýjað lagnir í stórum blokkum í Álfheimum og í Bogahlíð.

Fóðrunarefnið, eins og vélarnar sem notaðar eru, er frá Þýskalandi.

Fóðruninni blásið inn

Fóðrunarsokkum af mismunandi gerðum, allt eftir því hvernig aðstæður eru og hvert verkefnið er, er blásið með háþrýstilofti inn í gamlar og lúnar lagnir, síðan eru þær hertar með sérstakri tækni og þar með myndast nýjar lagnir inni í þeim gömlu sem eru bæði varanlegar og sterkar.

„Lagnirnar eru náttúrlega hreinsaðar áður en hafist er handa og kannaðar með myndatökuvél þannig að vitað sé hvað gera eigi. Ef hliðarlagnir eða op eru á lögnunum er þessum opum annaðhvort haldið opnum eða lokað fyrir þau eins og aðstæður krefjast hverju sinni,“ segir Gísli.

Hann segir að mikil þörf sé að hyggja að skólplagnakerfinu á Íslandi.

„Bara sú staðreynd að lagnirnar eru víða orðnar 30 til 60 ára gamlar er í sjálfu sér næg ástæða til þess að fara að kanna hvernig ástand þeirra er. Það er sagt að allar lagnir sunnan Elliðaánna séu í þannig ástandi að það þurfi að skipta þeim út, í sjálfu sér er þetta náttúrlega alhæfing en það er mikið til í henni. Það er allavega full ástæða til þess að huga að þessu vandmáli mjög víða í höfuðborginni og annars staðar á landinu líka,“ segir Gísli.